Raun­veru­leika­stjarnan Kyli­e Jenner segir móður­hlut­verkið hafi kallað á sig og það sé eitthvað hún hafi alltaf ætlað sér að gera í lífinu.

Í við­tali við tíma­ritið ELLE segir hin 24 ára Kyli­e að hún hafi lært margt eftir að hún eignaðist dótturina Stormi sem nú er þriggja ára. Hún dáist að því að horfa á

dótturina þroskast og læra nýja hluti á hverjum degi. „Það er það dýr­mætasta við síðustu ár,“ segir Jenner.

Unga móðirin á nú von á síðu öðru barni í byrjun ársins 2022 með kærastanum Tra­vis Scott.

Heimildar­maður parsins sagði við tíma­ritið Peop­le að Jenner ljómi á með­göngunni og að Scott sé ekki síður spenntur. Þá segir hann þau frá­bært teymi og for­eldra, en parið hætti saman um tíma í októ­ber 2019.