„Ég er al­gjör kvik­mynd­á­huga­maður og elska góðar kvik­myndir. Þetta er bara á­huga­mál mitt og mér líður stór­vel með þetta,“ segir Jóhann Leplat, um árin tíu með Kvik­mynda­á­huga­mönnum. „Það er gaman að hóa fólki saman til að ræða kvik­myndir.“

Jóhann fer ekki í graf­götur með skoðanir sínar á pólitískum rétt­trúnaði í hópnum. Hann segist telja miðla á borð við The Guar­dian og Twitter vera orðna á­róðurs­maskínur vinstrisins. „Það er engum hollt í rauninni að taka því sem gefnu að fólk sé gott eða vont,“ út­skýrir Jóhann. Hann nefnir femín­isma í þessu sam­hengi.

„Myndin Ghost­bu­sters frá 2016, þar sem voru bara konur, er full­komið dæmi um það þegar pólitísk hug­mynda­fræði yfir­tekur kvik­myndir og í rauninni eyði­leggur eitt­hvað sem á bara að vera skemmtun. Eitt­hvað sem á að vera gott. Það sjá allir að þetta er ekkert fyndið lengur, þetta er pólitískt,“ bætir Jóhann við.

Ghostbusters frá 2016 skartaði þeim Kate McKinnon, Melissu McCarthy, Kristen Wiig og Leslie Jones í aðalhlutverkum.
Mynd/Columbia Pictures

Allir velkomnir í hópinn

Hann tekur fram að mark­miðið sé að hvetja til um­ræðu um þetta í hópnum, ekki vera stuðandi. „Því ég hef sterkar skoðanir gagn­vart þessari hug­mynda­fræði og finnst þetta vera að gera ó­gagn fyrir fólk sem virki­lega þarf á stuðningi að halda,“ segir Jóhann. Inntur eftir svörum um það hvernig kvik­myndir tengist þessu, segist Jóhann oft hafa fengið þá spurningu.

„Þetta er allt byggt á á­kveðinni for­sendu um að konur séu minni­hluti, vegni verr og ef ég er með ein­hverja skoðun sem tengist femín­ismanum, þá má hún ekki eiga rétt á sér því að femínískar pólitískar skoðanir eru æðstar og þetta tengist í rauninni allt. Þetta tengist kvik­myndum og þetta tengist öllu,“ út­skýrir Jóhann. „Auð­vitað má pólitík vera í myndum en listin á að vera ráðandi.“

Jóhann segist eiga léttara með að taka harðar um­ræður í Kvik­mynda­á­huga­mönnum nú heldur en fyrir tíu árum. Hann tekur fram að allar skoðanir séu vel­komnar í hópinn og hann sé ekki að reyna að stuða einn né neinn.

„Ég hef gríðar­legan á­huga á kvik­myndum og ég hef líka gríðar­legan á­huga á pólitík og sögu. Og þeir sem hafa á­huga á pólitík, og þeir sem hafa á­huga á femín­isma og vilja tjá sig með þeim hætti á þessari grúppu, þeim er alveg fylli­lega leyfi­legt að gera það, því að í grúppunni minni ríkir vest­rænt gildi sem heitir mál­frelsi. Þannig að ég er í rauninni ekkert að rit­skoða neinn.“