Gríska kvikmyndatónskáldið og tónlistarmaðurinn Vangelis er látinn, 79 ára að aldri. Vangelis er þekktastur fyrir kvikmyndatónlist sína en tónlist hans fyrir myndirnar Blade Runner og Chariots of Fire eru meðal þekktasta tónverka kvikmyndasögunnar.
Að sögn breska miðilsins The Guardian hafa talsmenn Vangelis staðfest að andlát hans hafi borið að á spítala í Frakklandi hvar hann var að undirgangast meðferð.
Vangelis, sem heitir réttu nafni Evángelos Odysséas Papathanassíou, fæddist í Grikklandi árið 1943. Hann hóf feril sinn á 7. áratugnum með popphljómsveitum á borð við The Forminx og Aphrodite’s Child.
Tónlistarferill hans spannaði yfir 50 ár og taldi meira en 50 plötur. Vangelis hlaut Óskarsverðlaun árið 1981 fyrir bestu kvikmyndatónlistina í myndinni Chariots of Fire en leiðarstef myndarinnar er eitt frægasta kvikmyndastef allra tíma.