Gríska kvik­mynda­tón­skáldið og tón­listar­maðurinn Vangelis er látinn, 79 ára að aldri. Vangelis er þekktastur fyrir kvik­mynda­tón­list sína en tón­list hans fyrir myndirnar Blade Runn­er og Chariots of Fire eru meðal þekktasta tón­verka kvik­mynda­sögunnar.

Að sögn breska miðilsins The Guar­dian hafa tals­menn Vangelis stað­fest að and­lát hans hafi borið að á spítala í Frakk­landi hvar hann var að undir­gangast með­ferð.

Vangelis, sem heitir réttu nafni Evángelos Odysséas Pap­at­hanassíou, fæddist í Grikk­landi árið 1943. Hann hóf feril sinn á 7. ára­tugnum með popp­hljóm­sveitum á borð við The Forminx og Aphrodite’s Child.

Tón­listar­ferill hans spannaði yfir 50 ár og taldi meira en 50 plötur. Vangelis hlaut Óskars­verð­laun árið 1981 fyrir bestu kvik­mynda­tón­listina í myndinni Chariots of Fire en leiðar­stef myndarinnar er eitt frægasta kvik­mynda­stef allra tíma.