Hrað­spólunar­mögu­leikar á streymis­veitunni Net­flix hafa verið harð­lega gagn­rýndir af kvik­mynda­fram­leið­endum, leik­stjórum og leikurum undan­farna daga sem segja streymis­veituna þar með eyði­leggja efnið sitt, að því er fram kemur á vef BBC.

Mögu­leikinn, sem enn er til skoðunar hjá streymis­veitunnar og því bara í boði á ör­fáum stöðum, leyfir far­síma­not­endum að horfa á efnið á mis­munandi hraða. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um þennan val­mögu­leika eru leik­stjórinn Judd Apatow og leikarinn Aaron Paul.

Báðir hafa þeir komið að verk­efnum sem hafa verið fram­leidd af Net­flix, Apatow leik­stýrði og skrifaði gaman­þættina Love á meðan Aaron Paul lék aðal­hlut­verkið í Breaking Bad myndinni El Camino sem ný­lega kom út.

Val­mögu­leikinn veitir fólki mögu­leikann á að horfa á þætti og kvik­myndir ör­lítið hraðar og virðist einungis vera í boði í símum með Android stýri­kerfið.

„Þarf allt að vera hannað fyrir þá lötustu og smekk­lausustu?“ skrifar leik­stjórinn Peter Rams­ey, sem meðal annars kom að Spi­der-Man: Into The Spi­der-Ver­se um málið. Aaron Paul segir á Twitter að hann hafi enga trú á því að Net­flix leyfi sér að eyði­leggja list annarra með þessum hætti. Forsvarsmenn Netflix hafa lagt á það áherslu að valmöguleikarnir verði ekki teknir í notkun nema eftir að þeir hafi fengið viðbrögð við þessum prufunum.

Mynd/Netflix