Að­dá­endur söng­konunnar Cher munu ef­laust gleðjast yfir því að til stendur að fram­leiða kvik­mynd sem byggð verður á ævi goð­sagnarinnar.

Cher greindi frá því í síðast­liðinni viku út­gáfu­risinn Uni­ver­sal myndi fram­leiða myndina og enginn annar en Óskars­verð­launa­hafinn Eric Roth myndi skrifa hand­ritið. Roth er hvað þekktastur fyrir kvik­mynda­hand­ritin For­rest Gump og A Star is Born.

Söng­konan virðist vera í sjöunda himni með fregnirnar en enn liggur á hulu hver kemur til með að fara með hlut­verk Cher sjálfrar.

Á dögunum hélt Cher upp á stór­af­mæli sitt en hún varð 75 ára þann 20. maí síðast­liðinn. Leik­konan var fyrst til­nefnd til Óskarsins fyrir auka­leik í kvik­myndinni Silkwood og vann svo verð­launin fyrir leik sinn í Moonstruck.

Cher rataði fyrst á sjónar­sviðið sem hluti af tví­eyki sem var skipað henni og fyrr­verandi eigin­manni hennar, Sonny Bono. Þau stjórnuðu sjón­varps­þætti sem var geysi­lega vin­sæll, The Sonny & Cher Co­me­dy Hour. Leiðir skildu á endanum hjá þeim, en Cher hélt á­fram í tón­listinni og hefur gert það gott alla daga síðan.