Feima kam­mer­klúbbur heldur sína fyrstu tón­leika í Flóa, Hörpu, í kvöld, fimmtu­daginn 12. maí klukkan 20. Feima sprettur upp úr starfi Elju kammer­sveitar sem skipuð eru ungu ís­lensku klassísku tón­listar­fólki.

Elja heldur utan um mönnun og list­ræna stjórnun kam­mer­klúbbsins, og heldur tón­leika­röð undir nafninu Feima, í Flóa. Þar mætast klassísk kammer­tón­list og önnur tón­listar­form. Feima er hugsað sem vett­vangur þar sem kven­kyns tón­skáld og flytj­endur eru í for­grunni og munu tón­listar­konur slást í hóp með klassískum hljóð­færa­leikurum Elju. Flutt er fjöl­breytt dag­skrá ýmissa kventón­skálda.

Nafn klúbbsins, Feima, er sam­heiti orðsins kona og til­vísun í þá stefnu klúbbsins að rétta af hlut­föll kynja sem oft sjást á efnis­skrám og annars staðar í tón­listar­lífinu.

Á fyrstu tón­leikum þessarar tón­leikaraðar kemur fram djasspíanó­leikarinn Anna Gréta Sigurðar­dóttir á­samt því að flutt verða kammer- og sóló­verk eftir tón­skáldin Kai­ja Sara­aia­ho, Mel Bonis og Judith Weir.