Stefnumótunardagurinn er vettvangur fyrir þær um ellefu hundruð athafnakonur úr öllum greinum atvinnulífsins sem saman mynda FKA til að hittast og eiga samtal um hverjar þær eru, hvað þær vilja og hvert þær stefna segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Andrea Róbertsdóttir nýráðinn framkvæmdastjóri FKA hér ásamt Ernu Arnardóttur og Elfur Logadóttur. Fréttablaðið/Valli

Fylltu Turninn í Kópavogi

Markmið fundarins er að allar félagskonur fái tækifæri til að móta framtíð FKA í gegnum vinnu, skemmtun og fræðslu. Það var fjölbreyttur hópur kvenna sem hittist á fimmtudag, fyllti Turninn í Kópavogi og fór yfir málin og lögðu á ráðin fyrir komandi misseri. Um 100 félagskonur komu saman og lögðu grunninn að starfinu fyrir komandi misseri þar sem áhersla var lögð á að draga fram hugmyndir um hvernig FKA getur áorkað mestu sem hreyfiafl í samfélaginu ásamt því að stuðla að tengslamyndun og sýnileika félagskvenna.

Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA og Jónína Bjartmarz. Fréttablaðið/Valli

Liðsheild og kraftur

Að sögn Huldu Ragnheiðar Árnadóttur, formanns FKA komu fram fjölmargar áhugaverðar hugmyndir m.a. til að skapa viðskiptavettvang kvenna og auka samvinnu og samstöðu kvenna í atvinnulífinu. „Ég hlakka til að vinna þetta verkefni áfram með öflugum FKA konum. Liðsheild og kraftur einkenndi fundinn sem og margar frábærar hugmyndir komu fram,“ segir Hulda Ragnheiður.„Við höldum áfram að gera magnaða hluti sem alvöru hreyfiafl í íslensku samfélagi. Við eigum mikið inni,“ bætir hún við.

Íris Ósk Valþórsdóttir og Ísól Fanney Ómarsdóttir. Fréttablaðið/Valli
Stefanía Birna Arnardóttir og Sólveig R. Gunnarsdóttir. Fréttablaðið/Valli
Elsa M. Ágústsdóttir, Guðrún Margrét Örnólfsdóttir og Ingibjörg Valdimarsdóttir. Fréttablaðið/Valli
Jessica Jane Kingan, Rocio Calvi og Auður Ottesen. Fréttablaðið/Valli
Guðrún Jónsdóttir, Hildur Ástþórsdóttir og Fjóla G. Friðriksdóttir. Fréttablaðið/Valli