Kulnun hefur verið mikið í umræðunni hér á landi undanfarin ár. Nýlega var sett á laggirnar formlegt rannsóknasamstarf VIRK og Sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík varðandi kulnun í starfi. Þetta samstarf er hugsað sem upphaf rannsókna og þróunar á málefninu hérlendis en ekki síður sem mikilvægur vettvangur aðkomu ýmissa aðila er málið getur varðað segir Linda Bára Lýðsdóttir, dr. í sálfræði og forstöðukona MSc náms í klínískri sálfræði í Háskólanum í Reykjavík. „Upphaflega var talað um kulnun sem ástand sem rekja mætti til aðstæðna í starfi, þá sérstaklega í störfum sem fólu í sér þjónustu og umönnun. Í dag eru fagaðilar að skilgreina kulnun á mismunandi hátt.“

Ólíkar skilgreiningar

Einhverjir horfa til Svíðþjóðar en þar er klínísk kulnun skilgreind sem geðröskun sem einkennist af örmögnun að hennar sögn. „Örmögnun sem slík getur stafað af streitu í bæði starfi og einkalífi, þ.e. streitan þarf ekki að tengjast vinnstaðnum. Alþjóðaheilbrigðisstofnun skilgreinir kulnun aftur á móti hvorki sem andlega né líkamlega röskun heldur ástand sem stafar af langvarandi streitu á vinnustað. Samkvæmt stofnuninni ætti því ekki að nota kulnun til að lýsa reynslu á öðrum sviðum lífsins.“

Hún segir rannsóknir hafa sýnt að þær vinnutengdu aðstæður sem ýta undir kulnun séu mikið stöðugt álag í starfi, lítil stjórn á aðstæðum, lítil umbun, lítið um sanngirni á vinnustað og brenglað vinnusamfélagið, s.s. lélegur starfsandi, slök samskipti, einelti o.fl.“

Ýmis konar einkenni

Aðspurð um dæmigerð einkenni kulnunar sem hún að samkvæmt skilgreiningu Svía séu helstu einkenni kulnunar örmögnun eða ofurþreyta sem þarf að hafa verið til staðar í a.m.k. tvær vikur og er tilkomin vegna viðvarandi streituástands í a.m.k. sex mánuði. „Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnunni eru dæmigerð einkenni kulnunar þrenns konar: líkamleg og tilfinningaleg örmögnun, aftenging (e. mental distancing) og dvínandi persónulegur árangur í starfi. Með aftengingu er átt við að einstaklingur er andlega fjarverandi í vinnu, finnur fyrir neikvæðum viðhorfum, tortryggni og jafnvel kaldhæðni gagnvart vinnustaðnum, samstarfsfólki og þjónustuþegum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hugræn færni, svefntruflanir, þunglyndi, kvíði og ýmsir líkamlegir kvillar koma fram hjá þeim sem upplifa kulnun.“

Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur í samvinnu við VIRK þýtt og staðlað nýtt matstæki sem fangar alla ofangreinda þætti að hennar sögn. „Við þróun þess var sérstaklega haft í huga að það gæti nýst ekki bara vinnustöðum heldur einnig fagfólki til að meta hvort einstaklingur sem leitar aðstoðar er með einkenni kulnunar eða hvort einkennin stafi af einhverju öðrum þáttum, s.s. kvíða eða þunglyndi.“

Linda Bára Lýðsdóttir, dr. í sálfræði og forstöðukona MSc-náms í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. MYND/AÐSEND

Kulnun ekki nýtt fyrirbæri

Rannsóknum ber ekki saman um hvort kulnun sé að verða stærra vandamál en áður. „Kulnun hefur alltaf verið til, það hefur bara verið kallað öðrum nöfnum. Í dag er kulnun mikið í umræðunni. Álag er mikið hjá t.d. heilbrigðistofnunum, skólastofnunum og á öðrum vinnustöðum sem veita þjónustu. Á sumum stöðum er um ástand að ræða sem þekktist fyrir tíma Covid en hefur jafnvel versnað.“

Þegar vinnustaður stendur frammi fyrir því að margir starfsmenn kvarta undan einkennum kulnunar þá verður að bregðast við segir Linda. „Ef vinnustaðurinn bregst ekki við mun veikindafjarvera aukast, sérfræðiþekking glatast og þjónusta versna. Stjórnendur vinnustaðurins verður að líta í eigin barm. Vanda þarf til verka, umræðan þarf að vera fagleg og aðgerðir þurfa að vera markvissar.“

Meðhöndlun enn ekki á hreinu

Það er enn ekki búið að finna út hvernig best er að meðhöndla einstakling sem finnur fyrir alvarlegum einkennum kulnunar segir Linda. „Alvarleg kulnun veldur því að fólk þarf að hætta tímabundið í vinnu en hvað nákvæmlega veldur því að það komist aftur í vinnu er ekki vitað. Oft er talað um mikilvægi hvíldar en það eru skiptar skoðanir á því.“

Því hafi ýmsar meðferðir verið notaðar til að aðstoða fólk með mis miklum árangri. „Rannsóknir sýna að það er ekki einhver ein meðferðarnálgun sem virkar betur en önnur. En það er alveg á hreinu að ef einstaklingur snýr aftur til starfa í sömu aðstæður og olli kulnun upphaflega þá eru yfirgnæfandi líkur á að sagan endurtaki sig.“

Vakandi fyrir streituvaldandi aðstæðum

Til að fyrirbyggja kulnun geta þeir einstaklingar sem telja sig finna fyrir einkennum helst haft þessa hefðbundnu þætti í huga sem eru hreyfing, svefn, mataræði og að viðhalda félagslegum samskiptum. „Mikilvægt er að vera vakandi fyrir því hvernig maður túlkar streituvaldandi aðstæður, er maður að brjóta sig niður, skammast sín fyrir að standa sig ekki betur eða ná ekki betri árangri. Þannig hugsanir auka vanlíðan og hafa áhrif á það hvernig maður bregst við streituvaldandi aðstæðum. Ef við nálgumst kulnun sem vinnutengt fyrirbæri þá er nátturlega mikilvægast að vinnustaðurinn skoði þá þætti sem áður voru nefndir til að fyrirbyggja að starfmenn finni fyrir kulnun.“

Ýmis konar einkenni

Aðspurð um dæmigerð einkenni kulnunar sem hún að samkvæmt skilgreiningu Svía séu helstu einkenni kulnunar örmögnun eða ofurþreyta sem þarf að hafa verið til staðar í a.m.k. tvær vikur og er tilkomin vegna viðvarandi streituástands í a.m.k. sex mánuði. „Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnunni eru dæmigerð einkenni kulnunar þrenns konar: líkamleg og tilfinningaleg örmögnun, aftenging (e. mental distancing) og dvínandi persónulegur árangur í starfi. Með aftengingu er átt við að einstaklingur er andlega fjarverandi í vinnu, finnur fyrir neikvæðum viðhorfum, tortryggni og jafnvel kaldhæðni gagnvart vinnustaðnum, samstarfsfólki og þjónustuþegum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hugræn færni, svefntruflanir, þunglyndi, kvíði og ýmsir líkamlegir kvillar koma fram hjá þeim sem upplifa kulnun.“

Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur í samvinnu við VIRK þýtt og staðlað nýtt matstæki sem fangar alla ofangreinda þætti að hennar sögn. „Við þróun þess var sérstaklega haft í huga að það gæti nýst ekki bara vinnustöðum heldur einnig fagfólki til að meta hvort einstaklingur sem leitar aðstoðar er með einkenni kulnunar eða hvort einkennin stafi af einhverju öðrum þáttum, s.s. kvíða eða þunglyndi.“

Kulnun ekki nýtt fyrirbæri

Rannsóknum ber ekki saman um hvort kulnun sé að verða stærra vandamál en áður. „Kulnun hefur alltaf verið til, það hefur bara verið kallað öðrum nöfnum. Í dag er kulnun mikið í umræðunni. Álag er mikið hjá t.d. heilbrigðistofnunum, skólastofnunum og á öðrum vinnustöðum sem veita þjónustu. Á sumum stöðum er um ástand að ræða sem þekktist fyrir tíma Covid en hefur jafnvel versnað.“

Þegar vinnustaður stendur frammi fyrir því að margir starfsmenn kvarta undan einkennum kulnunar þá verður að bregðast við segir Linda. „Ef vinnustaðurinn bregst ekki við mun veikindafjarvera aukast, sérfræðiþekking glatast og þjónusta versna. Stjórnendur vinnustaðurins verður að líta í eigin barm. Vanda þarf til verka, umræðan þarf að vera fagleg og aðgerðir þurfa að vera markvissar.“

Meðhöndlun enn ekki á hreinu

Það er enn ekki búið að finna út hvernig best er að meðhöndla einstakling sem finnur fyrir alvarlegum einkennum kulnunar segir Linda. „Alvarleg kulnun veldur því að fólk þarf að hætta tímabundið í vinnu en hvað nákvæmlega veldur því að það komist aftur í vinnu er ekki vitað. Oft er talað um mikilvægi hvíldar en það eru skiptar skoðanir á því.“

Því hafi ýmsar meðferðir verið notaðar til að aðstoða fólk með mis miklum árangri. „Rannsóknir sýna að það er ekki einhver ein meðferðarnálgun sem virkar betur en önnur. En það er alveg á hreinu að ef einstaklingur snýr aftur til starfa í sömu aðstæður og olli kulnun upphaflega þá eru yfirgnæfandi líkur á að sagan endurtaki sig.“

Vakandi fyrir streituvaldandi aðstæðum

Til að fyrirbyggja kulnun geta þeir einstaklingar sem telja sig finna fyrir einkennum helst haft þessa hefðbundnu þætti í huga sem eru hreyfing, svefn, mataræði og að viðhalda félagslegum samskiptum. „Mikilvægt er að vera vakandi fyrir því hvernig maður túlkar streituvaldandi aðstæður, er maður að brjóta sig niður, skammast sín fyrir að standa sig ekki betur eða ná ekki betri árangri. Þannig hugsanir auka vanlíðan og hafa áhrif á það hvernig maður bregst við streituvaldandi aðstæðum. Ef við nálgumst kulnun sem vinnutengt fyrirbæri þá er nátturlega mikilvægast að vinnustaðurinn skoði þá þætti sem áður voru nefndir til að fyrirbyggja að starfmenn finni fyrir kulnun.“