Safa lét draum sinn rætast og því var fagnað með alvöru matarupplifun. Eftir að hafa uppgötvað hversu vel kryddin frá hennar menningarheimi passa vel með íslensku hráefni og setja punktinn yfir matarupplifunina var draumurinn að flytja inn heimagerðu kryddin og leyfa Íslendingum að kynnast kryddheiminum í Túnis. var fyrir um það bil ári síðan sem Safa byrjaði á því því að kanna möguleika á því að flytja inn og selja hérlendis heimagert og handgert krydd móður sinnar. „Ég kynnti það fyrst fyrir Þráni Frey Vigfússyni, matreiðslumanni og eiganda Sumac í Reykjavík, hann tók vel í hugmyndina, fleiri sýndu kryddinu áhuga í kjölfarið og undirbúningur að innflutningi hófst.
Kryddin koma með bragðið
Safa kom til Íslands í fyrsta sinn sumarið 2017 og vann þá í gróðurhúsi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði í þrjá mánuði. „Það var mjög skemmtilegt, en ég fór aftur heim til Túnis í september, þar sem ég var í námi í hugbúnaðarverkfræði,“ segir Safa og segist strax hafa verið hugfangin af landinu. Það leið ekki langur tíma þar til Safa kom aftur til Íslands en í ágúst 2018 flutti Safa til Íslands og hélt áfram í námi sínu. Hún fór ekki aftur til Túnis fyrir eftir tveimur árum seinna í heimsókn til fjölskyldunnar. „Ég tók fljótlega eftir því að maturinn hérna er svolítið öðruvísi en ég átti að venjast,“ segir hún. „Mamma hefur alltaf búið til sitt eigið krydd, hefur sagt mér að svona hafi það verið gert í gamla daga og hún ætli að viðhalda hefðinni. Þegar ég kom aftur til baka tók ég með mér nokkur krydd frá henni og prófaði við matargerðina. Ég notaði kryddið til dæmis á bleikju, þorsk og íslenskt kjöt eins og lamb og það kom mjög vel út.“ Safa segir að eitt sinn hafi hún farið út að borða á Sumac hafi hún vakið athygli Þráins á kryddunum frá mömmu sinni og han hafi strax hrifist. „Hann sagðist hlakka til að fá þessi krydd og í október var ég komin með öll tilskilin leyfi.“
Umhverfisvænar og fallegar viðarkrukkur
Umhverfisvænar umbúðir voru strax fyrsta val hjá Söfu og eru kryddin annars vegar pappírspokum og hins vegar margnota viðarkrukkum unnar úr ólífutrjám, sem fólk getur fyllt á eftir þörfum. „Ég vil ekki nota plast,“ segir Safa. „Kryddið er gæðavara, sem meistarakokkar nota, og svona viðarkrukkur eru til dæmis vinsælar í Bandaríkjunum og Hollandi. Hvers vegna ekki á Íslandi, hugsaði ég með mér og ákvað að fara þessa leið.“
Mabrúka nafn með rentu
Nafnið á fyrirtækinu er Mabrúka (mabruka.is) eftir móður Söfu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það gæti væri svona erfitt að finna nafn fyrirtækið. Fólk í kringum mig sagði að það væri upplagt að nefna þetta eftir mömmu, hún heitir Mabrúka (Mabrouka á arabísku). Mér fannst það skrítið að því nafnið mömmu er svo persónulegt fyrir mig og ég vildi ekki í fyrstu láta fólk segja nafnið hennar. Ég var ekki tilbúin í það í fyrstu. Það tók okkur um það bil tvo mánuði að leita að nafni en það var ekkert sem passaði vel að okkur fannst nema Mabrúka. Ég fékk margar vini mína hér til að prófa að segja orðið Mabrúka. Ég vildi heyra Íslendinga bera nafnið fram og það kom mér á óvart hvað öllum fannst þetta töff nafn. Svo nafnið Mabrúka varð fyrir valinu.“
Hægt er að panta kryddið á heimasíðu Mabruka og til að byrja með fæst það líka í Sælkerabúðinni, hjá Kjötkompaníi og á veitingastaðnum Brút. „Ég vil taka eitt skref í einu og sé svo til með framhaldið,“ segir Safa.


Viðarkrukkurnar eru einstaklega vandaðar og eigulegar en hægt er að kaupa áfyllingu á þær. Safa lagði mikið upp úr því að vera með umhverfisvænar og margnota umbúðir.

Safa með teyminu frá Matarkjallaranum og Kjötkompaníinu, Ari, Tuma, Valla og Viktori.

Margrét frá Duck & Rose og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra létu sig ekki vanta í opnunarpartíið hjá Söfu.

Sandholtsteymið sem töfraði fram vegan konfektmolana og desertinn í opnunarpartíinu.

Gestirnir nutu þess að kitla bragðlaukana.
Opnunarpartíið hið glæsilegasta og má með sanni segja að bragðlaukar gestanna hafa farið á flug þar sem kryddin frá Mabrúka slógu í gegn. Hér má sjá hluta af þeim réttum sem boðið var upp á og heilluðu gestina upp úr skónum.

Matarkjallarinn bauð upp á grillaðan túnfiskur í kjúklingakryddhjúp með Bok choy laufi, pikklaðuðu chili, estragon majónes, kartöfluflögur og þurrkuðum eggjarauðurm. Ísraelskt couscous með satlaðri sítrónu og kaldpressaðri sítrónuolíu (vegan).

Héðinn Kitchen & bar bauð upp á bbq grillað lamb með Nordic Wasabi chimichurri, pikkluðu chilli. Lambið er marínerað með kryddi og sesam olíu

Kjötkompaní bauð upp á myntu grafið lambainnralæri með jógúrt feta-osta kremi og pikkluðu hvítkáli. Toppað með þurrkuðum sítrónuberki.

Sumac bauð upp á vegan réttinn CRISPY FALAFEL með cayan piparog kúmen, Tahina með zaatar.

Desertinn frá Sandholt toppaður með kryddkexi vakti mikla lukku.

Sandholt bauð upp á vegan konfekt mola með fennel, vegan mjólkursúkkulaði Amatika 46% frá Valrhona. Desert í glösum með epla kompott, súkkulaði panacotta, praline rjóma og krydd kexi.
Jungle og Sumac bauð upp á þrjár tegundir af kokkteilum, Spicy með túrmerik og cayan, Gimlet með fennel og villimyntu og óáfengan sælkera kokteil sem runnu ljúft ofan í gesti sem nutu matar og munúðar.