Kristlín Dís Ingilínardóttir
Sunnudagur 25. apríl 2021
15.00 GMT

Fréttablaðið fjallaði fyrr í vikunni um eignina Litlu þúfu í Kjós, eitt allra krúttlegasta hús landsins. Þútt Litla þúfa sé líklega seld, er fullt af öðrum krúttlegum húsum á markaðinum. Sum þeirra eru á mjög góðu verði.

Lítil perla á Hvammstanga fyrir 22.9 milljónir

Framúrstefnuleg og skemmtileg hönnun er á þessari eign.
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Húsið Holt stendur við Klappastíg 1 á Hvammstanga. Það er byggt árið 1908 (skráð 1913 í þjóðskrá) og skráð 81,1 fm. Húsið stendur á 773 fm leigulóð með fallegu útsýni yfir fjörðinn.

Fallegt útsýni er frá Holti yfir fjörðinn.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Húsið hefur verið mikið endurnýjað.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Skemmtileg hönnun.
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Með eldgos í bakgarðinum

Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Þetta krúttlega hús í Grindavík gæti verið meiri fjársjóður en myndin gefur til kynna.

Því fylgir gríðarlega stór lóð eða 1.542 fm. Svo er húsið á einum vinsælasta stað landsins um þessar mundir steinsnar frá hinu heimsfræga eldgosi í Geldingadölum.

„Lítið en leynir á sér“

Garðurinn býður upp á mikla möguleika.

Þetta krúttlega hús á Eskifirði en lítið en leynir á sér ef marka má lýsingu fasteignasalans. Það er á mjög góðu verði og fæst á 9.5 milljónir.

Fallegt útsýni yfir þorpið og fjörðinn er frá húsinu.
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Sóltún á Ísafirði

Húsið Sóltún er fallt fyrir 28.9 milljónir. Fallegt og reisulegt þriggja hæða hús sem stendur á fallegum stað efst í bæjarbrekkunni á Ísafirði.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Panell er á veggjum inn í húsinu sem gefur því óneitanlega sumarbústaðablæ.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Falleg kamína skaðar engann, nema þá sem kunna ekki að fara með eld.
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Lítið slot í Eyjum

Lítið hús í hjarta Vestmannaeyja fæst á 32.9 milljónir.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Baðherbergið er endurnýjað.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Hver vill ekki hafa heimaklett rétt fyrir utan gluggan hjá sér?
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Sjarmi við Skjálfanda

Þarna er án efa skjólgott enda Húsavík með eindæmum verðursæll bær á sumrin.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Húsið Hjarðarholt er eitt rómantískasta hús á Húsavík við Skjálfanda. Það er bæði í senn reisulegt og krúttlegt. Það er á þremur hæðum rúmir 165 fermetrar. Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leyti. Timburverönd er við húsið með útsýni yfir Skjálfanda. Það fæst ekki gefins en ásett verð eru 38.9 milljónir.

Margir skemmtilegir díteilar eru innanstokks og gólfefnin auka enn á rómantíkina.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Aldargamalt hús fæst á 22.9 milljónir

Sannkölluð krúttbomba hér á ferð.
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Þetta krúttlega hús stendur við Lindargötu 20b á Siglufirði, einu fallegasta þorpi landsins.

Gólfefnin eru öfundsverð.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Útsýni yfir Eyjafjörð á 19.7 milljónir

Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Þetta litla en reislulega hús stendur við sjó í litla þorpinu Grenivík við Eyjafjörð. Fullkomið orlofshús fyrir fólk sem elskar Akureyri en vill samt vera aðeins afsíðis. Útsýnið er á heimsmælikvarða.

Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Litla Þúfa í Kjós

Þetta er mögulega krúttlegasta hús landsins.

Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Þessi gimsteinn gæti verið seldur en samkvæmt fasteignasalanum er gríðarlegur áhugi á þessari fallegu eign. Um er að ræða 93,6 m2 einbýlishús og um það bil 5,8 hektara eignarlóð á afar fallegum stað í Kjósinni. Húsið stendur á miðri jörðinni og er fallegt útsýni til allra átta, meðal annars yfir Meðalfellsvatn.

Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Lítið hús við sjóinn

Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Þetta snotra hús á Fáskrúðsfirði stendur við sjóinn og því fylgir lítill geymsluskúr. Verð er ekki gefið upp en tilboða óskað.

Geymslupláss er oft af skornum skammti í gömlum húsum og því munur að hafa lítinn geymsluskúr á lóðinni.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Sjarmerandi hús með upptökustúdíói

Húsið er ótrúlega krúttlegt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Þetta fallega, 100 fermetra hús á Súðavík er á tveimur hæðum og því fylgir 40 m² bílskúr sem er nú innréttaður sem upptökustúdíó og gefur mikla möguleika á nýtingu. Efri hæð hússins er úr timbri og var flutt úr gamla bæ Súðavíkur í kringum 1997.

Bílskúrinn er innréttaður sem upptökustúdíó.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Brenna á Eyrarbakka

Brenna er skemmtilegt hús sem er sambyggt öðru húsi í þéttum litlum kjarna á Eyrarbakka. Það er rúmir 150 fermetrar og ásett verð er 38.5 milljónir.

Blái liturinn fer húsinu ótrúlega vel.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.
Ómótstæðilegur íverustaður. Hver myndi ekki vilja sofna hérna.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.
Athugasemdir