Lítið og snoturt ein­býlis­hús við Einars­nes í Reykja­vík er nú til sölu en um er að ræða 114 fer­metra, fjögurra til fimm her­bergja hús á skjól­sælum stað í Skerjafirðinum.

Það er fast­eigna­salan Bær sem sér um söluna en í sölu­lýsingu kemur fram að húsið sé allt ný­ein­angrað og klætt að utan með ljósri báru­klæðningu. Þá er búið að endur­nýja þak hússins sem og gluggana sem eru með þre­földu geri. Húsið stendur á býsna góðri lóð sem er alls 549 fer­metrar.

Í húsinu er hjóna­her­bergi með skápum og tvö barna­her­bergi. Þá er rúm­gott þvotta­hús á hæð sem er vel hægt að nýta sem fjórða svefn­her­bergið. Þá er þess getið að á gólfum sé nýtt harð­par­ket frá Birgis­son nema á bað­her­bergi þar sem er dúkur.

„Um er að ræða á­huga­verða og ný­stand­setta eign á þessum vin­sæla stað í Skerja­firði. Göngu­færi er í náttúru­perlur t.d. Foss­vog, Naut­hóls­vík og fl.,“ segir í sölu­lýsingu. Myndir af eigninni má sjá hér að neðan og þá er hægt að kynna sér eignina betur á fast­eigna­vef Frétta­blaðsins.