Lítið og snoturt einbýlishús við Einarsnes í Reykjavík er nú til sölu en um er að ræða 114 fermetra, fjögurra til fimm herbergja hús á skjólsælum stað í Skerjafirðinum.
Það er fasteignasalan Bær sem sér um söluna en í sölulýsingu kemur fram að húsið sé allt nýeinangrað og klætt að utan með ljósri báruklæðningu. Þá er búið að endurnýja þak hússins sem og gluggana sem eru með þreföldu geri. Húsið stendur á býsna góðri lóð sem er alls 549 fermetrar.
Í húsinu er hjónaherbergi með skápum og tvö barnaherbergi. Þá er rúmgott þvottahús á hæð sem er vel hægt að nýta sem fjórða svefnherbergið. Þá er þess getið að á gólfum sé nýtt harðparket frá Birgisson nema á baðherbergi þar sem er dúkur.
„Um er að ræða áhugaverða og nýstandsetta eign á þessum vinsæla stað í Skerjafirði. Göngufæri er í náttúruperlur t.d. Fossvog, Nauthólsvík og fl.,“ segir í sölulýsingu. Myndir af eigninni má sjá hér að neðan og þá er hægt að kynna sér eignina betur á fasteignavef Fréttablaðsins.





