Eignin Litla Þúfa í Kjós er án efa eitt allra krúttlegasta hús landsins. Þessi gimsteinn gæti verið seldur en samkvæmt fasteignasalanum er gríðarlegur áhugi á þessari fallegu eign. Húsið var skráð á sölu 14. apríl og hefur nú verið selt með fyrirvara um fjármögnun. Ásett verð er 54.9 milljónir.

Um er að ræða 93,6 m2 einbýlishús og um það bil 5,8 hektara eignarlóð á afar fallegum stað í Kjósinni. Húsið stendur á miðri jörðinni og er fallegt útsýni til allra átta, meðal annars yfir Meðalfellsvatn

Litla Þúfa í Kjós lítur út fyrir að vera eldgamalt hús en það er ekki nema 13 ára gamalt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Jörðin er öll afgirt og með góðu aðgengi til dæmis fyrir hestaræktun eða til trjáræktunar. Andstætt því sem margir gætu haldið er ekki um gamalt hús að ræða heldur er það byggt árið 2008. Það út eins og burstabær og er klætt timburklæðningu.

Það er aðeins um hálftímaakstur frá Reykjavík að Litlu Þúfu.

Eignarlóðin er um 5,8 hektarar og eins og sjá má er bæjarstæðið einstaklega snoturt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.

Fyrir utan húsið er trépallur og steinpallur. Búið er að gróðursetja mikið af trjám og þá er góður hagi sem fylgir sem er tilvalinn til beitar fyrir hesta. Allt landið er girt en landinu sem fylgir er skipt upp í þrjú hólf. Auk þess er á jörðinni afgirt hestagerði.

Eldhús er opið í stofu, með mikilli lofthæð, klæddu lofti og parketi á gólfi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.
Tvö svefnherbergi eru í húsinu bæði með mikilli lofthæð, skápum, klæddu lofti og parketi á gólfum.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.