Þriðji þáttur Krúnu­­varpsins, hlað­­varpsseríu Frétta­blaðsins um Hou­­se of the Dragon og Lord of the Rings: Rings of Power er kominn út á Spoti­­fy.

Þar ræða svo­kallaðir sér­­­­­fræðingar um þættina og gera sitt besta til að kryfja, spá og spe­gúlera í sögu­­­þræði þáttanna.

Í þriðja þætti er fimmti þáttur Hou­se of the Dragon ræddur og fjórði þáttur Lord of the Rings: Rings of Power. Ekkert ruglandi.

Blaða­maðurinn Þórarinn Þórarins­son er gestur þáttarins að þessu sinni en hann er enn að reyna að átta sig á því hvort Rings of Power og Hou­se of the Dragon séu yfir­höfuð góðir þættir eður ei og mætir hinum ofur­já­kvæða Oddi sem finnst allt æðis­legt.