Samfélag

Krónprins með almúganum á Pablo Discobar

Friðrik, krónprins Dana, var staddur í Reykjavík um helgina og skemmti sér, að því er virtist, konunglega í höfuðborginni.

Friðrik krónprins Dana.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom hann ásamt fríðu föruneyti á skemmtistaðinn Pablo Discobar. Þar var krónprinsinn á gestalista en hann afþakkaði að fá borð og fór þess í stað beint á barinn og féll vel inn í hóp gestanna sem fyrir voru.

Að sögn þeirra sem voru á staðnum höfðu gestir barsins ekki hugmynd um að hér væri sjálfur krónprins Danmerkur á ferð, hvað þá barna-barna-barna-barnabarn Viktoríu Bretadrottningar og sá fyrsti í erfðaröðinni að dönsku krúnunni.

Þetta var ekki fyrsta stopp hjá Friðriki og föruneyti hans. Heimildarmaður Fréttablaðsins á veitingastaðnum Snaps sá prinsinn snæða kvöldverð þar. Þar vakti Friðrik mikla athygli meðal gesta en sumir fengu mynd af sér með prinsinum.

Royalistarnir virðast þannig frekar halda til á Snaps en á Pablo Discobar.

Krónprinsinn verður fimmtugur þann 26. maí og af því tilefni verða mikil hátíðarhöld í Danmörku. Verða meðal annars haldnar hlaupahátíðir í fimm borgum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hrókurinn heim­­sækir öll sveitar­­fé­lög landsins

Helgarblaðið

Augun lýsa ótta, fram á aðra fangavist hann sér …

Lífið

„Stein­hissa ef Sindri flótta­maður væri ekki hérna líka“

Auglýsing

Nýjast

Helgarblaðið

Skemmtilegast að fara í ísbúðina

Helgarblaðið

Fanga hreyfingar dansarans

Viðtal

„Mér var hafnað frá fyrsta degi“

Helgarblaðið

Ókeypis sálfræðitímar hjá ömmu

Lífið

Fékk „subbu­lega gjöf“ frá eigin­manninum

Lífið

Appel­sínu­gulur sjó­maður leitar að vegg

Auglýsing