Tónlistarmaðurinn Króli, annar tvíeykisins Jói Pé og Króli, hefur látið klippa sig. Frá þessu greinir hann á Twitter.

Króli hefur lengi skartað þykkum rauðum makka en hefur nú ákveðið að breyta til. „Tadaaaa“ skrifar hann einfaldlega á Twitter þar sem hann deilir myndinni.

Einhver gæti sagt að hann væri óþekkjanlegur með nýju útliti, en um það verður ekki dæmt hér.