Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er farin í fæðingarorlof og hefur kallað inn varaþingmann á Alþingi. Varaþingmaður Kristrúnar er Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

Rósa Björk tekur sæti Kristrúnar á meðan hún er í orlofi.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Kristrún á von á barni snemma í febrúar og stefnir á að vera í fæðingarorlofi í þrjá mánuði fyrst um sinn, eða þar til í maí, og svo aftur út sumarið eftir þinglok.

„Spilum þetta bara eftir eyranu hér á Háaleitisbrautinni, eins og svo margt annað, og eins og á svo mörgum heimilum. Hlakka til að fylgjast áfram með þjóðfélagsumræðunni – öflugt fólk í flokknum heldur vel á spöðunum næstu vikurnar og spennandi vinna í gangi í flokknum sem við hlökkum til að kynna fljótlega,“ segir Kristrún í færslu á Facebook um málið.