Kristján er annar eigandi Vegangerðarinnar þar sem áhersla hefur verið lögð á framreiðslu á vegan-matvörum sem hafa slegið í gegn á undanförnu. Kristján hefur haft nóg að gera síðustu vikurnar fyrir Nýsköpunarvikan sem er að hefjast.

„Nú er svo sannarlegar hátíð í bæ! Nýsköpunarvikan er að byrja og nóg um að vera í Íslenska frumkvöðla heiminum. Mikil vinna hefur farið í að skipuleggja og tengja fólk saman. Ég hef verið að tengja saman frumkvöðla og veitingastaði saman fyrir nýsköpunarvikuna. Þar sem veitingastaðurinn tekur vöru frá Íslenskum frumkvöðlum og fara þeir í að útbúa einhverja svakalega rétti. Ég lærði kokkinn í Le Cordon Bleu í Minnesota, Bandaríkjunum þegar ég vildi gera einhverja breytingu á lífinu mínu.“

Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikið að gerast í frumkvöðla heiminum og er því þessi vika eitthvað sem allir ættu að hafa í huga og kíkja á. Hér er hægt að sjá dagskránna hjá Nýsköpunarvikunni

Kristján hefur verið að framleiða tempeh fyrir veitingastaði og mötuneyti landsins. „Einnig hef ég verið að framleiða pakkningar fyrir vörurnar okkar sem eru komnar til landsins loksins og ætlum við að ná grillsumrinu með skemmtilegum vörum.“ Vegangerðin hefur verið að vinna að því að framleiða íslenska veganmatvöru sem er gerjuð. „Hún er því ótrúlega holl og góð fyrir meltinguna. Ég er stanslaust að leika mér að því að matreiða og útbúa nýja hluti úr vörunni okkar við miklar vinsældir. Ég reyni alltaf frekar að elda matinn heima ef ég get, ekki það að ég elska að fara út og njóta með vinum og fjölskyldu. En matreiðsla er bara eitt af mínum áhugamálum þannig að ég reyni að grípa hvert tækifæri til að matreiða eitthvað gómsætt.“

Thempe Kristján Thors .jpeg

„Það er ótrúlega þægilegt að vera búinn að ákveða hvað verður í matinn út vikuna, eiga allt tilbúið í það og þurfa ekki að stressa sig korter í fjögur hvað eigi að vera í matinn, en sniðugra ef búið er að undirbúa eða plana nokkrar vikur fram í tímann. Lykilatriði er þó að stressa sig ekki of mikið í að planaður réttur verði á þeim degi sem ákveðið var, þetta á ekki að vera stressandi. Að elda mat heima hjá sér á að vera gaman eitthvað sem fjölskyldan gerir saman.“

Mánudagur – Fullkominn mánudagskvöldverður

„Ég reyni eins og ég get að halda gömlum siðum við og hef sjávarfang í matinn á mánudögum. Ég elska góða karrí rétti með góðu naanbrauði. Þessi réttur virkar vel með eða án sjávarrétta. Annaðhvort skelli ég tempeh í þetta eða góðri löngu. Langan er svo skemmtilegur fiskur.“

Thailenskur laufléttur réttur

Screenshot 2022-05-16 at 15.11.49.png

Þriðjudagur – Ljúffengt kínósalat

Það er fátt betra en gott salat, alveg eins og salat getur verið leiðinlegt og óspennandi getur salat verið mest spennandi rétturinn á borðinu. Eina sem þarf er nægilega mikið hugmyndaflug og hugrekki? Að þora að setja hluti saman. Þetta salat slær alltaf í gegn á þessu heimili.

Ljúffengt kínósalat að hætti Öglu Maríu

Screenshot 2022-05-16 at 11.09.29.png

Miðvikudagur – Heimagert falafel

„Á miðvikudögum reyni ég að gera hreinan vegan mat og þá er í miklu uppáhaldi að gera falafel. Ég er vanur að skella falafel kúlunum/buffunum í pítubrauð eða tortillu fyrir þessa fullkomnu vefju með einhverjum góðum sósum og fersku salati til að færa þetta upp á næsta stig.“

Heimagert falafel sem enginn verður svikinn af

Screenshot 2022-05-16 at 11.10.01.png

Fimmtudagur – Tófuréttur sem steinliggur

„Það er oftast frekar mikið á reiki hvað ég elda á fimmtudögum þennan fimmtudaginn verð ég á Von Mathús að elda Tempeh á ýmsa vegu með snillingunum þar. Þar ætlar Vegangerðin að taka yfir matseðilinn hjá þeim þar sem hægt verður að fá Gnocchi, sumarrúllur, taco og fleiri útgáfur af þessu skemmtilega hráefni. Verður svo sannarlega veisla sem ég hvet fólk til að kíkja ef það getur. Ef það kemst ekki mæli ég með þessu auðvelda en bragðgóða rétt.“

Guðdómlega gott tófú

Screenshot 2022-05-16 at 11.10.17.png

Föstudagur - pitsukvöld

„Ég enda oftast á föstudags pitsunni þar sem hugmyndaflugið og afgangar fá oftast að vera við völd. Ég verð á FoodExpoi nýsköpunarvikunnar í Iðnó að kynna mér allt það nýjasta sem er að gerast í matvæla geiranum á Íslandi. En það er alltaf allt til í föstudagspitsuna hvenær sem að hún verður svo á endanum sett saman.“

Hin fullkomna föstudagspitsa

Screenshot 2022-05-16 at 11.10.31.png

Laugardagur - Deigþynnur eða Dumplings

„Ég elska að bjóða fólki í mat og get eytt mjög löngum tíma að undirbúa allt sem tengist matarboðinu, sósur sem hafa verið í undirbúningi í fleiri daga, meðlæti sem er óþarflega flókið. Veit um fátt skemmtilegra. Þessi verður tekin á laugardaginn. Annaðhvort er ég búinn að undbirbúa koddana eða ég býð gestum inn í eldhús þar sem fólk getur gert sína eigin útgáfu af þeim.“

Dásamlegar deigþynnur eða koddar

Screenshot 2022-05-16 at 15.12.07.png

Sunnudagur - Tómatagleði

„Sunnudagar eru til þess að slaka og það mun svo sannarlega þurfa á því eftir þessa vikuna, þá er gott að vera með eitthvað ótrúlega einfalt en bragðgott í matinn. Eðal íslenskir tómatar á markaðnum, líkt og sælgæti.“

Tómatar sem krydda bragðlaukana

Screenshot 2022-05-16 at 11.10.45.png