Sjómaðurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson hefur ekki undan að svara skilaboðum fylgjenda sinn á samfélagsmiðlum eftir að hann losnaði úr fangelsi á Spáni á dögunum.

„Instagram er bara að hrynja hjá mér út af magni skilaboða. Ég mun reyna að svara ykkur öllum við tækifæri. Ekki halda að ég sé að hunsa ykkur það er bara gífurlega mikið álag,“ segir Kristján sem er á förum frá Spáni.

Kristján leyfir fylgjendum að sjá frá lífinu eftir að hann losnaði og sýnir fjölda mynda af girnilegum mat sem hefur verið af skornum skammti í the cárcel eins og hann orðaði það.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá var Kristján handtekinn í mars síðastliðnum ásamt öðrum Íslendingi eftir að þeir lentu í slagsmálum fyrir utan skemmtistað.

Myndbönd fóru að berast manna á milli á samfélagmiðlum þar sem sýnt var frá handtökunni.