Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100, og Stefán Jakobsson, söngvari í Dimmu trúlofuðust á afmælisdag Kristínar.
Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu með mynd af hringunum á Instagram í gær.
„Hann vaknaði með mér á afmælisdaginn minn og spurði mig, viltu alltaf vera mín? þúsund sinnum já,“ skrifar Kristín.
Parið opinberaði samband sitt í sumar.
Lífið á Fréttablaðinu óskar parinu hamingjuóskir með ástina!