Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100, og Stefán Jakobsson, söngvari í Dimmu eru nýtt par.
Þau dvelja nú saman í Berlín. Á vef mbl.issegir að Kristín Sif hafi greint frá því í vikunni í útvarpinu að hún væri komin á fast en vildi ekki segja með hverjum.
„Bralli og Bulli í Berlín. Bestu vinir, geggjað skotin, yfir sig ástfangin og æðislega hamingjusöm með hvort annað,“ segir í færslu sem þau deila saman á Instagram og má sjá hér að neðan.