„Ég er með ömmu fyrrverandi í glerskáp heima hjá mér, upplýsir Kristín Sif Björgvinsdóttir útvarpskona í þættinum Ísland vaknar á K100 í morgun.

Ástæðan er sú að fyrrverandi eiginmaður Kristínar, sem er Bandaríkjamaður, kom með hluta af ösku ömmu sinnar til landsins og er hún ennþá geymd í skáp heima hjá Kristínu.

„Ég var að spá að fara með að fara með hana hringinn í kringum landið,“ segir Kristin og hlær, þar sem hann vill ekki fá krukkuna aftur.

Jón Axel og Ásgeir Páll, samstarfsmenn Kristínar á K100, velta fyrir sér hvað nýr kærasti myndi segja vitandi að hún væri með ösku látinnar ömmu fyrrverandi í skápnum heima hjá sér.

Umræðan leiðir til þess að upp kemst að Kristín sé komin á fast, en hún vill þó ekki ljóstra neinu upp um nýja kærastann.

„Hann er rosalega góður og skemmtilegur maður, mjög sætur og myndarlegur, “ segir Kristín og heldur áfram, „þið fáið bara að vita það eftir smá stund hver hann er.“