Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir hefur útskrifast sem flugfreyja hjá Icelandair og mun því starfa í háloftunum í sumar.

Kristín birti glæsilega mynd af sér í bláa búningnum á Instagram í dag þar sem hún skrifar, „Krilla fluffa vol II.“

Ætla má að hún sé að vitna í að þetta sé annað starf hennar sem flugfreyja, en áður starfaði hún hjá flugfélaginu Wow air.

Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá eru fleiri áhrifavaldar að fara að vinna sem flugfreyjur í sumar. Helgi Ómarsson áhrifavaldur og bloggari á Trendnet lauk námskeiði í grunnþjálfun, eða initial, fyrir flugfreyjur og þjóna í mars. Hann tilgreindi þó ekki hvort hann sé að hefja störf sem flugþjónn hjá Icelandair eða Play Air.

Helgi Ómarsson lauk grunnþjálfun sem flugþjónn.
Mynd/Skjáskot

Lífstíls- og matarbloggarinn María Gomez, eða Paz eins og hún gengur undir á Instagram snýr einnig til baka í háloftin eftir 17 ára pásu.

María birti myndir af sér á útskriftardaginn „Útskrifuð og reddý,“ skrifar María.

María Gomez flott í búningnum.
Mynd/Skjáskot

„Ekki frumraun mín en hef komið víða við. Finnst geggjað að koma inn hjá Icelandair eftir 17 ára pásu frá flugbransanum,“ skrifar María við myndasyrpu af henni í búningum frá flugfélögunum Jet X og Iceland express sem eru þó ekki starfræk.

María er glöð að snúa aftur í flugbransann.
Mynd/Skjáskot