Förðunar­fræðingarnir Heiður Ósk og Ingunn Sig hjá HI beauty hafa gengið til liðs við Kristínu Péturs­dóttur í förðunar­þáttunum Make Up.

„Við erum ó­trú­lega spenntar og á­nægðar með að það sé að koma svona makeup-keppni á Ís­landi,“ segir Heiður. Hún og Ingunn halda úti einum vin­sælasta snyrti­miðli landsins og eru eig­endur Reykja­vík Makeup School.

Þær hafa kennt yfir þrjú hundruð manns að farða sig sjálf með vin­sælu nám­skeiðunum Kvöld­stund með HI beauty og unnið við fjölda förðunar­verk­efna. Það lá því beint við fyrir Kristínu að leita til þeirra.

„Við erum að leggja loka­hönd á undir­búninginn og förum bráð­lega að fara yfir um­sóknirnar, vonandi bætast fleiri við og svo förum við að sigta út,“ segir Heiður en enn er leitað að kepp­endum og er hægt að sækja um á makeup@siminn.is.