Kristín Ólafs­dóttir, þjón­ustu- og upp­lifunar­stjóra Þjóð­leik­húss­ins, og Jóhann Gunnar Arnars­son, sem margir þekkja úr þáttunum Allir geta dansað en þar var hann dómari.

Heimili þeirra er að Dal­brekku í Kópa­vogi og er hið glæsi­legasta. Jóhann Gunnar segir í færslu sem hann deilir á Face­book um söluna að í í­búðinni sé hátt til lofts og vítt til veggja. Íbúðin var eitt sinn einkaklúbbur en þau hafa algerlega gert hana að sinni.

„Dá­sam­legt að vera,“ segir Jóhann Gunnar og bætir við að það liggi vegir til allra átta og að það sé stutt í alla þjónustu og verslun.

Á fast­eigna­vef Vísis kemur fram að eignin er alls 188,5 fer­metrar og að í henni séu fjögur her­bergi. Fag­vís - Fast­eigna­sala Hvera­gerðis sér um söluna og er opið hús næsta sunnu­dag.

Í lýsingu segir að í­búðin sé í „New York loft stíl“ og að loft­hæðin sé alls 3,2 metrar. Nokkuð af hús­gögnum eru sögð geta fylgt sölunni svo sem Tom Dixon ljósa­kúlur, fimm metra svart granít­borð og Bo concept bar­stólar.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Íbúðin var áður einkaklúbbur.
Mynd/Gunnar Sverrisson
Ljósakúlurnar geta fylgt sölunni.
Mynd/Gunnar Sverrisson
Hátt er til lofts.
Mynd/Gunnar Sverrisson
Salernisaðstaðan er glæsileg.
Mynd/Gunnar Sverrisson
Góð birta er í íbúðinni.
Mynd/Gunnar Sverrisson