Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Kristín Avon og kærastinn hennar, Stefán Atli Agnarsson eiga von á stúlku. Fréttunum deildi Kristín á Instagram í kvöld með textanum „hlutfall kvenna hækkar í fjölskyldunni,“ og mynd af bleikum galla og miða með sem stendur á stúlka.

Fréttablaðið fjallaði um það fyrr í mánuðinum að parið ætti von á barni, sem er þeirra fyrsta saman. Fyrir á Kristín dótturina Aríel Avon og Stefán Atli tvö börn úr fyrra sambandi.