Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Kristín Avon birti fyrstu bumbumyndina á Instagram í gær þar sem hún er stödd í Boston. „Þarna er hún,“ skrifar kristín við myndina.

Kristín og kærastinn hennar, Stefán Atli Agnarsson greindu frá því fyrr í mánuðinum að þau eiga von á stúlku saman, sem er þeirra fyrsta barn saman.

Fyrir á Kristín dótturina Aríel Avon og Stefán Atli tvö börn úr fyrra sambandi.