„Við teljum að þetta sé mynd sem gæti vakið mikla at­hygli,“ segir sí­leski leik­stjórinn Pablo Larraín um nýjustu mynd sína, Spencer. Myndin mun segja frá ör­laga­ríkum dögum í lífi Díönu prinsessu þegar hún á­kvað að skilja við eigin­mann sinn, Karl Breta­prins.

Fjöl­miðlar vestan­hafs greina frá því að Kristen Stewart muni fara með hlut­verk Díönu í myndinni, en stefnt er að því að hefja tökur snemma á næsta ári.

Pablo Larraín er einna best þekktur fyrir myndina Jacki­e sem kom út árið 2016 og var til­nefnd til þriggja Óskars­verð­launa. Myndin sagði frá lífi Jacqueline Kenne­dy eftir morðið á eigin­manni hennar, John F. Kenne­dy.