Fyrsta myndin af banda­rísku leik­konunni Kristen Stewart sem Díana prinsessa af setti ævi­sögu­myndarinnar Spencer hefur nú verið birt. Þykir Stewart sláandi lík prinsessunni heims­frægu.

Á vef Deadline kemur fram að tökur á myndinni standi nú yfir í Þýska­landi. Til stendur að fram­leiðslu­teymið færi sig því næst til Bret­lands.

Myndin mun eiga sér stað á þriggja daga tíma­bili við Sandring­ham höll bresku konungs­fjöl­skyldunnar, snemma á tíunda ára­tugnum. Segir í frétt miðilsins að aðal­við­fangs­efni myndarinnar verði tíminn þar sem Díana tók á­kvörðun um að segja loksins skilið við Karl Breta­prins.

Pablo Larraín fer með leik­stjórn myndarinnar, en hann leik­stýrði kvik­myndinni Jacki­e, um Jacki­e Kenne­dy, banda­rísku for­seta­frúna. Með önnur hlut­verk í myndinni fara Ti­mot­hy Spall, Sally Hawkins og Sean Har­ris. Fram­leið­endur hafa ekki gefið upp hver fer með hlut­verk Karls Breta­prins.