Kristen Bell og Jimmy Fallon slógu gjörsamlega í gegn nú á dögunum þegar þau tóku, svo til öll klassísku Disney lögin, í bráðskemmtilegu innslagi sem má neðst í fréttinni.
Parið tók hluta úr lögum líkt og „When You Wish Upon A Star“ úr kvikmyndinni um gosa frá 1940, „Supercalifragilisticexpialidocious“ úr Mary Poppins, „Heigh-Ho“ úr Mjallhvít og „The Bare Necessities“ úr The Jungle Book.
Það er einungis brotabrot fa lögunum og tóku þau meðal annars frægustu lögin úr nýrri kvikmyndum líkt og Litlu hafmeyjunni frá 1989, Frozen, Pocahontas, Konungi ljónanna og Aladdín. Myndbandið er skylduáhorf fyrir alla Disney áhorfendur.