Ó­­hætt er að segja að Krist­björg Kjeld sé ein ást­­sælasta leik­­kona Ís­lands. Á ára­tuga­löngum ferli hefur hún leikið hlut­­verk í mörgum helstu leik­­sýningum sem sett hafa verið á svið hér á landi og hlotið urmul verð­­launa fyrir frammi­­stöðu sína. Segist hún ekki hafa tölu á þeim í við­tali við sunnu­­dags­blað Morgun­blaðsins sem lesa má í heild sinni á mbl.is.

„Ég hef ekki tekið það sam­an, enda er ég lítið fyr­ir það að grúska í því sem liðið er. Ég horfi meira fram á við og þegar maður er þetta full­orðinn lif­ir maður í nú­inu,“ seg­ir Krist­björg. Hún hefur eins og við má búast lent í ýmsu á ferlinum enda ýmis­legt sem getur farið úr­skeiðis á sviðinu.

Krist­björg hefur snúið sér að mestu að leik í kvik­myndum.

„Þegar mis­tök eiga sér stað á sviði þarf maður ein­hvern veg­inn að bjarga því,“ segir hún. Síðast­liðin ár hefur Krist­björg einkum leikið á hvíta tjaldinu og segir auð­veldara að leika í kvik­myndum, þar sem hún sé hrædd um að muna ekki textann. Þó leikur hún þessa dagana í verkinu Er ég mamma mín í Borgar­leik­húsinu.

Þrátt fyrir að vera hokin af reynslu segir Krist­björg alltaf verið tauga­ó­styrk er hún stígur á svið.

„Ég hef alltaf verið mjög ner­vös að stíga á svið og er það enn þann dag­inn í dag. Það er part­ur af þessu og bara gam­an,“ segir Krist­björg í við­talinu við Morgun­blaðið.