Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og Travis Barker, trommari rokkhljómsveitarinnar Blink-182 gengu í það heilaga í Portofino á suður Ítalíu í gær, sunnudag.

Þetta er í þriðja sinn sem parið játast hvort öðru, en parið gifti sig í svokallaðri Elvis kapellu í Las Vegas fyrr á þessu ári, sem var þó ekki lögleg vígsla. Önnur hjónavígslan var þó lögleg, sem var í dómshúsinu í Santa Barbara í Kaliforníu fyrr í mánuðinum.

Brúðkaupið um helgina var sannkallað ævintýri og var aðalbrúðkaupið þar sem nánasta fjölskylda og vinir voru viðstaddir.

Þetta er í fyrsta sinn sem hin 43 ára Kourtney gengur í hjónaband en þriðja skipti trommuleikarans.

Kourtney klæddist fallegum hvítum brúðarkjól hannaður af Dolce & Gabbana með einstaklega fallegt stórt slör.

Síðar í veislunni mætti hún í svörtum kjól frá sama merki, en veislan var haldin í samstarfi við ítalska tískuhúsið og var öll fjölskyldan í fötum frá merkinu.