Árlegu plötuverðlaun Aurora velgerðarsjóðs, KRAUMS, voru veitt í fimmtánda sinn í gær á tónleikastaðnum Mengi.

Sex listamenn og hljómsveitir hlutu verðlaun fyrir plötu sína: Una Torfa, gugusar, Kvikindi, Oh Mama (Ruxpin), Final Boss Type Zero og Kusk.

„Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa verðlaunin síðustu ár má nefna Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Cell7 og Sóley,“ segir í tilkynningu frá Eldari Ástþórssyni framkvæmdastjóra verðlaunanna.

„Verðlaunaplöturnar í ár koma úr ýmsum áttum og spanna meðal annars popp, house og þjóðlagatónlist. Sú mikla gróska er ríkir hér á landi í rafskotinni popp-, pönk- og danstónlist er engu að síður áberandi og kemur skýrt fram í verkum gugusar, Kvikindi, Final Boss Zero og Oh Mama (Ruxpin). Sigurvegari Músíktilrauna, Kusk, hlýtur verðlaunin fyrir sína fyrstu breiðskífu, Skvaldur, og Unur Torfa fyrirþjóðlagakennda poppónlist sína á Flækt týnd og einmanna.“

Kraumsverðlaunum eru ætluð að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita sem eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu.

Rúmlega áttatíu listamenn og hljómsveitir hlotið verðlaun frá upphafi fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferli sínum, sem voru fyrst veitt árið 2008.

Fimm hlotið verðlaun í tvígang

Tónlistarkonan Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, eða gugusar, er að hljóta sín önnur Kraumsverðlaun á ferlinum, en hún hlaut fyrst verðlaunin fyrir frumraun sína, Listen to This Twice, árið 2020.

Fimm listamenn og hljómsveitir hafa hlotið verðlaunin í tvígang en það var hljómsveitin Retro Stefson, Mammút, Karkari,Hjaltalín, Dj flugvél og geimskip, og Kælan Mikla.

Dómnefnd á KRAUMS.
Fréttablaðið/Aðsend