Margrét Þórarins­dóttir, bæjar­full­trúi Mið­flokksins í Reykja­nes­bæ, gleymdi að slökkva á hljóð­nemanum sínum á 600. fundi bæjar­stjórnar Reykja­nes­bæjar sem fram fór á Zoom for­ritinu í gær, í anda CO­VID-tíma þegar tölvan hennar varð raf­magns­laus.

Margrét hafði rétt í því lokið að tjá sig um fjár­hags­á­ætlun Reykja­nes­bæjar. Ljóst er að Margrét hefur í þann mund verið að missa tölvuna sína í raf­magns­leysi og því þurfti snör hand­tök.

„Krakkar, ég þarf hleðslu­tækið mitt núna!“ má allt í einu heyra hátt og snjallt í Margréti sem þá hafði slökkt á mynda­vélinni sinni en greini­lega ljáðst að slökkva á míkra­fóninum.

Við það skelltu bæjar­stjórnar­full­trúar upp úr og sagði fundar­stjóri að ekki væri hægt að verða við því en Margrét þyrfti lík­legast að tala við ein­hverja aðra um það.

Tók sjénsinn

„Þetta var bara hilarious,“ segir Margrét skelli­hlæjandi um at­vikið í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Ég var alveg komin í stress­kast, því ég var með bókun og þá byrjaði tölvan bara að blikka og guð minn góður hún er bara batterís­laus, og ég hugsaði æ ég hugsaði ég tek sénsinn,“ segir hún um at­vikið stór­kost­lega.

„Svo voru krakkarnir með hleðslu­tækið og ég bjóst við að bæjar­full­trúarnir færu í and­svar við mig en það gerðist ekki, þannig þetta er út­koman.

Það er alltaf gaman á fundum hjá manni. Mér finnst þetta svo fyndið og geri alltaf svo mikið grín að mér. Það er á­ægtt að ein­hver njóti og geti hlegið á þessu CO­VID tíma­bili. Þetta er bara al­gjör brandari.“

Hún viður­kennir að hún verði reynslunni ríkari fyrir næsta Zoom fund. „Já já, ég verð alveg reynslunni ríkari. Maður bara verður með puttann á mute takkanum þegar maður er búinn að tala,“ segir Margrét.

Hún tekur fram að þrátt fyrir stór­hlægi­lega upp­á­komu hafi fundar­efni verið graf­alvar­legt. For­sendur fjár­hags­á­ætlunar Reykja­nes­bæjar, sem Margrét segir að sér þyki mikil­vægt að koma að, standist ekki.

„Því þar er byggt á gömlum þjóð­hags­spám frá 1. júlí en ekki tölum Hag­stofunnar frá 1. októ­ber,“ segir Margrét sem segir ekkert mið hafa verið tekið af þeirri spá og enn dekkri spá Seðla­bankans frá 1. nóvember.

„Hér á Reykja­nes­bæ er at­vinnu­leysið mun hærra en annars­staðar og það er mikið á­hyggju­efni að meiri­hlutinn skyldi hafa sett fram þessa fja­ár­hags­á­ætlun.“