Svo virðist vera sem kastast hafi í kekki á milli systranna Kim og Kourt­n­ey Kar­dashian nú á dögunum en í nýjustu stiklunni fyrir Keeping Up With The Kar­dashians má sjá þær í hörkuslags­málum.

„Ég mun fokka þér upp, þú ert al­gjör k-,“ öskrar Kourt­n­ey á Kim og kastar ein­hverju í hana. Þar næst má sjá þær lemja hvor aðra með hnefana á lofti. Kourt­n­ey sést meðal annars lemja Kim fast í and­litið.

„Farðu bara. Ég vil ekki sjá fjandans and­litið á þér,“ segir Kim þá næst. Ekki fylgir sögunni hvað varð þess valdandi að systrurnar rífast eins og sjá má en á­horf­endur geta séð það þegar á­tjánda sería þáttanna verður sýnd.