Raun­veru­leika­stjarnan Kourt­n­ey Kar­dashian hefur fundið ástina á ný en sá heppni er enginn annar en trommarinn Tra­vis Bar­ker. Tra­vis er þekktur fyrir að vera í banda­rísku hljóm­sveitinni Blink 182.

Kourt­n­ey og Tra­vis hafa lengi verið fé­lagar en þeim hefur greini­lega fundist tími til komin að vera eitt­hvað meira en bara vinir.

„Þau eru saman í Palms Springs og hafa verið að hittast í einn eða tvo mánuði,“ sagði heimildar­maður Peop­le um málið. „Tra­vis hefur lengi verið hrifin af henni,“ í­trekar heimildar­maðurinn.

Kourt­n­ey og Tra­vis eiga bæði börn úr fyrri sam­böndum. Kourt­n­ey á fjögur börn á aldrinum sex til ellefu ára með fyrrum eigin­manni sínum Scott Disick og Tra­vis á þrjú börn, á aldrinum 15 til 21 árs, með fyrrum eigin­konu sinni Shanna Moa­kler.