Bandaríska raunveruleikaþáttarstjarna Kourtney Kardashian skellti sér í klippingu og lét stytta hár sitt talsvert. Hún birti mynd af sér með nýju klippinguna á Instagram en tjáði sig ekki meir um umbreytinguna.
Svo virðist sem þetta leggist vel í kærasta hennar, trommarann Travis Barker. Hann skrifaði ummæli við myndina; Þú ert fullkomin.