Öryggismyndavél í Kólumbíu fangaði augnablikið þar sem heimilisköttur bjargar eins árs barni frá því að falla niður stiga. Í myndskeiðinu má sjá hinn eins árs gamla Samuel León skríða um utan vöggu sinnar á meðan síamskötturinn Gatubela fylgist grannt með. Þegar Samuel skríður í átt að stigaganginum stekkur Gatubela til, hindrar að hann komist lengra og reynir að koma honum aftur inn í miðja stofu.