Fjöl­skyldu- og tón­listar­há­tíðin Kótelettan verður haldin á Sel­fossi í ellefta sinn í sumar. Há­tíðin átti að fara fram dagana 11.-13. júní næst­komandi en í ljósi gildandi sótt­varna­laga hefur verið á­kveðið að færa hana aftur um einn mánuð.

Há­tíðin verður því haldin 9. til 11. júlí þegar, sam­kvæmt á­ætlun stjórn­valda, á að vera búið að af­létta öllum tak­mörkunum innan­lands.

Í til­kynningu segir að mikil eftir­vænting sé hjá há­tíðar­höldurum og að undir­búningur há­tíðarinnar sé vel á veg komin.

„Að vanda verður öllu til tjaldað enda finnum við fyrir mikilli eftir­væntingu í sam­fé­laginu,” segir Einar Björns­son, fram­kvæmdar­stjóri há­tíðarinnar, í til­kynningu.

Miða­sala á há­tíðina mun hefjast nú í byrjun júní inn á www.kot­elettan.is þar sem einnig verður hægt að nálgast nánari upp­lýsingar og dag­skrá há­tíðarinnar í ár.