Samkvæmt bandarískri rannsókn ættu læknar að skrifa upp á kynlífstæki fyrir fólk vegna þess hve hollt er að nota þau.

Ditte Winkel kynfræðingur fjallar um notkun kynlífstækja og hversu heilsueflandi fullnæging er í danska hlaðvarpinu, Tænd for mig.

„Þegar við fáum fullnægingu er heilinn flæðandi af alls kyns hormónum eins og oxýtosín, sem einnig er þekkt sem ástarhormónið, sem er hollt fyrir allt kerfið okkar,“ segir Ditte.

„Rannsóknir hafa bent til þess að fullnæging efli minni, þannig að þú verðir til að mynda betri að spila bridge þegar þú verður eldri. Fullnægig þjálfar einnig grindarbotnsvöðvana, sem er gott til að koma í veg fyrir þvaglega. Þannig það eru markað góðar ástæður fyrir því að halda þér kynlífslega virkum.“

Þá segir hún fullnægingu geta dregið úr þunglyndi, kvíða og styrkt ónæmiskerfið.

Þora ekki að spyrja út í kynlífið

Ditte heldur það sé enn langt í land þangað læknar í Danmörku fari að skrifa kynlífstæki út í stað lyfseðla.

„Því miður,“ segir hún.

„Ég held ástæðan sé sú að læknar vilja ekki spyrja út í kynlíf einstaklinga þrátt fyrir að þeira vita að það sé mikilvægt. Læknar eru ekki komnir það langt að fara að spyrja út í kynlíf hjá sextugum karlmanni eða hjá fertugu konunni, það er enn langt í land þar til að læknirinn dregur kynlíftæki uppi úr skúffunni og býður skjólstæðingi sínum.“