Einir mestu sigur­vegarar ný­liðinna Al­þingis­kosninga, Tommi á Búllunni og Ás­mundur Einar hittust fyrir til­viljun í dag. Þeir voru að rækta sig á æfingu sem lík­lega var kær­komin eftir átök helgarinnar.

„Hvern haldiði að ég hafi hitt í Laugum,“ skrifar Tommi sem farið hefur ham­förum á Twitter undan­farnar vikur. Eins og fram hefur komið komst Tommi á þing og er elsti Al­þingis­maður Ís­lendinga.

Hann og Ás­mundur áttu heldur betur góðu gengi að fagna um helgina, enda rúllaði Ás­mundur Einar sjálfur inn á þing í Reykja­vík norður, en um var að ræða sann­kallað bar­áttu­sæti fyrir Fram­sóknar­manninn. Báðir flokkar bættu töluverðu fylgi við sig frá því árið 2017. Þeir félagar virtust hafa tekið vel á því í ræktinni, enda mikil­vægt á á­lags­tímum sem þessum.