Fyrsta frum­sýning Ís­lenska dans­flokksins starfs­árið 2022–2023 er verkið Geigen­geist eftir teknó­fiðlu­dúóið Geigen næsta föstu­dag. Geigen saman­stendur af tón­skáldinu Pétri Eggerts­syni og dans­höfundinum og lista­konunni Gígju Jóns­dóttur. Frá árinu 2018 hafa þau unnið saman að því að út­víkka ver­öld fiðlunnar með ýmsum gjörningum.

Gígja: „Við erum svo­lítið að stækka okkar heim með þessu verki og erum komin með átta fleiri Geigen-verur inn í heiminn okkar sem eru dansarar frá Ís­lenska dans­flokknum. Þannig fáum við líkam­leikann í gegn enn betur, við höfum svo­lítið verið að fókusa á tón­listina áður. Auð­vitað er per­for­mansinn alltaf sterkur en núna er líkaminn að koma betur fram.“

Átta dansarar frá Íslenska dansflokknum koma fram í verkinu.
Mynd/Axel Sigurðarson

Sam­runi fiðlu og raf­tón­listar

Að sögn Gígju er hug­mynda­fræði og fagur­fræði fiðlunnar í for­grunni verksins sem rennur svo saman við heim tekn­ó­tón­listar og klúbba­menningar.

Gígja: „Geigen-heimurinn er svo­lítið sam­runi fiðlunnar og teknó­raf­tón­listar, þannig að við erum líka að skoða teknó­dansa.“

Pétur bætir því við að í Geigen­geist megi einnig finna fagur­fræði barokk-lista­stefnunnar og vísinda­skáld­skapar. Spurður um hvort jafn ó­líkar tón­listar­stefnur og teknó og barokk eigi sam­leið segir hann:

Pétur: „Já, þær eiga klár­lega sam­leið og það er bara kominn tími til að fiðlan fái að­eins að njóta sín í öðru um­hverfi. Hún er búin að vera svo­lítið föst í ein­hverri staðal­í­mynd og klassískri birtingar­mynd. Okkar mark­mið með Geigen er að brjóta al­gjör­lega þessar staðal­í­myndir og leyfa fiðlunni að njóta sín í nýju um­hverfi.“

Þetta er svona kosmískur fiðlu­heimur, ef svo má segja, fiðlu­laga vídd.

Fiðlu­laga vídd

Geigen er þýska orðið yfir fiðlur en Pétur og Gígja stofnuðu Geigen-dúóið í San Francisco haustið 2018, þegar þau voru bæði í námi þar úti. Spurð um hvað ein­kenni Geigen-heiminn segja þau:

Pétur: „Þetta er svona kosmískur fiðlu­heimur, ef svo má segja, fiðlu­laga vídd.“

Gígja: „Við erum að nýta okkur sögu og hefð fiðlunnar og setja hana í sam­hengi við fram­tíðina. Þátt­taka hefur alltaf verið okkur mikil­væg. Það eru engir stólar í rýminu, á­horf­endur koma inn og við erum að búa til ein­hvers konar klúbba­heim.“

Þau segja eitt mark­mið Geigen-verk­efnisins vera að blanda saman ó­líkum list­greinum en Gígja er með menntun í sam­tíma­dansi frá Lista­há­skóla Ís­lands og Pétur lærði tón­smíðar við sama skóla.

Gígja: „Þegar við vorum að byrja þetta verk­efni Geigen fyrir 4-5 árum síðan, þá vorum við bæði í námi úti í Bay Area í Kali­forníu, ég var í mynd­list og Pétur í tón­list. Við föttuðum að við spilum bæði á fiðlur og á­kváðum að leika okkur smá með það. Svo vorum við bæði með þennan á­huga á tekn­ó­tón­list og langaði að blanda því saman.“

Hafði aldrei snert fiðlu áður

Pétur og Gígja koma bæði fram í verkinu auk átta dansara frá Ís­lenska dans­flokknum. Þau segja sam­starfið við dans­flokkinn hafa verið bæði þakk­látt og lær­dóms­ríkt.

Gígja: „Það er bara æðis­legt að ein­hvern veginn hold­gera þennan heim enn meira. Við höfum mikið verið að skoða Geigen-veruna og hvernig hún ber sig og hreyfir sig. Þá er mjög á­huga­vert að skoða hreyfi­efni út frá fiðlunni sem slíkri.“

Spila dansararnir þá á fiðlur?

Pétur: „Við erum tíu saman á sviðinu og það eru tveir úr flokknum sem spila á fiðlu með okkur. Annar þeirra hafði aldrei snert fiðlu áður, þannig að við erum bara búin að vera að þjálfa hann í því. Á meðan er ég að þjálfast í dansi, ég hef náttúr­lega enga dans­menntun.“

Verkið er unnið í sam­starfi við Sean Pat­rick O’Brien lista­mann og búninga­hönnuðina Tönju Huld Levý og Alexíu Rós Gylfa­dóttur.

Pétur: „Við erum með þessa dá­sam­legu búninga­hönnuði og sviðs­mynda­hönnuð sem eru búin að vera í miklu sam­starfi við hvert annað. Þau búa til al­gjöra galdra.“

Gígja: „Okkur fannst mjög mikil­vægt að byrja ferlið á góðu sam­tali á milli okkar list­rænu að­stand­endanna, þannig að þetta væri byggt upp jafn­fætis.“

Í Geigengeist nýta Pétur og Gígja sér sögu og hefð fiðlunnar og setja hana í sam­hengi við fram­tíðina.
Mynd/Axel Sigurðarson

Á­horf­endum boðið að vera með

Verkið er þátt­töku­verk og að sögn Gígju var mark­mið þeirra Péturs frá upp­hafi að brjóta niður stig­veldi listarinnar og bjóða á­horf­endur vel­komna inn í Geigen-heiminn.

Gígja: „Það var mark­miðið að þeim liði eins og þau eigi heima hérna með okkur í þessum heimi. Við erum að byggja verkið upp þannig að við fáum þau með okkur í lið í lokin.“

Pétur: „Á­horf­endur koma inn og þeim er frjálst að vera hvar sem þeim sýnist í rýminu því við tökum burt alla stóla. En svo má auð­vitað vera passí­fur ef maður vill það.“

Eruð þið þá að skapa teknó­klúbb á Litla sviði Borgar­leik­hússins?

Pétur: „Það má segja það, ein­hvers konar fiðlu­laga klúbba­ver­öld.“