Lífið

Korn­ung dóttir ólympíu­met­hafa drukknaði í sund­laug nágrannans

Sigursælasti skíðamaður Bandaríkjana, Bode Miller, sendi frá sér yfirlýsingu vegna andláts dóttur sinnar sem lést í kjölfar slys á laugardaginn var.

Litla stúlkan drukknaði í sundlaug nágrannans þar sem hún var í pössun en foreldrar hennar voru þá stödd í veislu. Fréttablaðið/Instagram

Dóttir bandaríska skíðakappans Bode Miller drukknaði í sundlaug nágrannans síðastliðinn laugardag en hún var þar í pössun. Foreldrar stúlkunnar, hjónin Bode og Morgan Miller sendu frá sér yfirlýsingu vegna andlátsins á Instagram í dag.

Stúlkan var meðvitundarlaus þegar komið var að henni og báru endurlífgunartilraunir engan árangur. Foreldrarnir voru stödd í veislu þegar atvikið átti sér stað og því var stúlkan í gæslu nágrannans.

Bode Miller er sigursælasti skíðamaður Bandaríkjanna en hann hefur unnið til sex ólympíuverðlauna og fékk gullið 2010 en hann er einnig heimsmethafi.

 „Við erum yfirbuguð af sorg. Emmy litla stúlkan okkar lést í gær. Aldrei hefði okkur grunað að við ættum eftir að upplifa annan eins sársauka,“  - segir í yfirlýsingu þeirra hjóna sem þau birtu á Instagram ásamt mynd af dóttur þeirra.

Fyrr í vor tilkynntu Miller hjónin að þau ættu von á öðru barni í lok október en dóttir þeirra hefði orðið tveggja ára mánuði síðar hefði hún lifað. 

Sjá frétt Independent um málið.

Bode Miller sem er orðin fertugur, er sigursælasti skiðakappi Bandaríkjanna og margfaldur verðlaunahafi á ólympíuleikum og heimsmetshafi. Hann hefur hætt keppni. Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Leikari úr Modern family fannst látinn

Lífið

​​Mikið fé safnaðist fyrir læðuna Lísu

Lífið

115 þús­und krón­a „skap­a­­tref­ill“ vek­ur lukk­u netverja

Auglýsing

Nýjast

Idol-stjarna hand­tekin fyrir dreifingu heróíns

Hús með öllu í fyrsta sinn á Íslandi

Geir glæsilegur í galaveislu í Washington

Skálmeldingar hlustuðu á Sorgir

Stefnum í öfuga átt í geðheilbrigðismálum

Faðirinn gleðst yfir heilmynd af Amy Winehouse

Auglýsing