Það var mikið um dýrðir í Þjóð­leik­húsinu í gær­kvöldi þegar Kópa­vog­skrónika, í leik­stjórn Silju Hauks­dóttur, var frum­sýnd. Ilmur Kristjáns­dóttir, Arn­mundur Ernst Back­man og Þór­ey Birgis­dóttir fara með aðal­hlut­verk en Ilmur sá einnig um leik­gerð á­samt Silju.

Leik­verkið er byggt á sam­nefndri skáld­sögu Kamillu Einars­dóttur og fjallar það um unga og ein­stæða móður sem gerir upp for­tíð sína.

„Ó­venju­lega opin­skátt verk um sam­band móður og dóttur, þar sem móðir segir dóttur sögu sína og lýsir hispurs­laust sam­skiptum við karl­menn og sukk­sömu og hömlu­lausu líferni. Frá­sögnin er kjaft­for, kald­hæðin, á­takan­leg og hjarta­skerandi, en um leið fyndin og frelsandi,“ eins og segir á vef Þjóð­leik­hússins.

Ljós­myndari Frétta­blaðsins var við­staddur frum­sýninguna í Þjóð­leik­húsinu í á laugardaginn.

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur undir nafninu Auður, sér um tónlistina í verkinu.
Mynd/Valli
Sigríður Jónsdóttir og Brynja Skjaldardóttir létu sig ekki vanta.
Mynd/Valli
Gestir pössuðu að sjálfsögðu upp á sóttvarnir.
Mynd/Valli
Anna Dyrset og Halldór Guðmundsson hlýddu Víði.
Mynd/Valli
Upphaflega stóð til að frumsýna verkið í mars, degi eftir að samkomubann skall á.
Mynd/Valli
Grímurnar náðu ekki að hylja þá góðu stemningu sem var í Kassanum á laugardaginn.
Mynd/Valli
Þessi tvö höfðu varan á og mættu með grímur.
Mynd/Valli
Höfundur verksins, Kamilla Einarsdóttir og systir hennar, rithöfundurinn Júlía Margrét Einarsdóttir.
Mynd/Valli
Breki Karlsson og Steinunn Þórhallsdóttir virtust skemmta sér konunglega á frumsýningunni.
Mynd/Valli