Fé­lag Kvenna í At­vinnu­lífinu (FKA) hélt sitt ár­lega jóla­rölt í Jóla­þorpinu í Hafnar­firði í gær­kvöldi. Jóla­röltið hófst með jóla­glöggi á Norður­bakka bóka­kaffi­húsi og fóru fé­lags­konur svo í heim­sókn til FKA-kvenna í rekstri í mið­bæ Hafnar­fjarðar. Að sögn Andreu Róberts­dóttur, fram­kvæmda­stjóra FKA, var jóla­röltið einkar vel heppnað enda fé­lagið öflugra en nokkru sinni fyrr.

„Öflugar deildir og nefndir starfa í takt við stjórn FKA og saman heldur fé­lagið á­fram að styðja kven­leið­toga í að sækja fram og sam­eina til aukins sýni­leika og þátt­töku og þróa sinn stíl. Svo eru fastir punktar í starfinu sem breytast ekki sama hvernig ver­öldin vendist og snýst og Jóla­rölt KA er ár­legt og er alltaf dá­sam­legur við­burður,“ segir hún.

Við­burðurinn er hugsaður sem tengsla­myndun, konum var skipt upp í hópa og rölt var um mið­bæinn þar sem konur nutu sam­verunnar, veitinga og fengu fræðslu.

„Mót­tökurnar voru frá­bærar og ekki verra að fá hressingu í hverju stoppi og hressandi til­boð. Ég á eftir að kíkja í símann hvað við tókum marga kíló­metra þarna í gær­kvöldi í Jóla­röltinu en við­skipta­nefnd FKA sló í gegn með prógramminu.

Við vörðum smá tíma í Jóla­þorpinu og fengum að heyra um mikla á­herslu Hafnar­fjarðar að vera hlý­legur bær sem gaman er að heim­sækja. Rósa Guð­bjarts­dóttir bæjar­stjóri tók svo á móti hópnum í Hellis­gerði og héldu konur ýmist heim eða út að borða í Hafnar­firði með veg­legan gjafa­poka sem við­skipta­nefnd var búin að út­búa fyrir hópinn,“ segir Andrea.

Eins og sjá má af myndunum hér að neðan skemmtu FKA konur sér konung­lega í jóla­röltinu.

Hluti af hópi félagskvenna á Jólarölti FKA.
Mynd/Aðsend
Grace Achieng hjá Gracelandic, Sigríður hrund Pétursdóttir hjá Vinnupöllum og formaður FKA, Sólveig Jan. Jónasdóttir Höfðabóni og Berglind R. Guðmundsdóttir hjá ELKO.
Mynd/Aðsend
Það var Anna Sigurborg Ólafsdóttir og viðskiptahugmynd hennar á náskeiðinu „Auður í krafti kvenna” sem var upphafið af Jólaþorpinu í Hafnarfirði.
Mynd/Aðsend
Erla Símonardóttir meðlimur í Viðskiptanefnd FKA.
Mynd/Aðsend
Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir Formaður nefndar og Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.
Mynd/Aðsend