Mann­auðs­stjórinn Ás­dís Eir Símonar­dóttir situr fyrir svörum í Kvenna­klefanum á Hring­braut í kvöld og snýst um­ræðan um hvernig er best að sækja um launa­hækkun og að hækka í sér hluta­bréfin áður en slíkt er gert.

Ás­dís segir að konur séu alls ekki tregari að sækja um launa­hækkun - en við­mót sem þær mæta sé annað en karla. Körlum er hrósað fyrir á­ræðni og sjálfs­öryggi, en að þær séu með vesen eða frekju. Nánar verður rætt við Ás­dísi Eir í Kvenna­klefanum í kvöld.

Ef þú ert með fleiri spurningar sem tengjast vinnu­menningu og mann­auðs­málum sendu póst á um­sjónar­konu Kvenna­klefans, Margréti Erlu Maack á margret@hring­braut.is

Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 20.