Það virðist engin í konungsfjölskyldunni vera tilbúin að taka Harry Bretaprins í sátt, í kjölfarið á útgáfu bókarinnar Varaskeifan (e. The Spare). Í bókinni leysir Harry frá skjóðunni um ýmis mál og deilt frá áður óheyrðum leyndarmálum um konungsfjölskylduna.
Að sögn heimildarmanns innan konungsfjölskyldunnar munu meðlimir hennar ekki svara neinum af þeim ásökunum sem Harry ber þeim í bókinni. Konungsfjölskyldan er hrædd um að einkasamtöl verði notuð gegn þeim sem staðfesting á frásögnum sem koma fram í bókinni.
Harry hefur ítrekað reynt að ná sáttum við fjölskylduna sína, en samkvæmt heimildarmanninum er ekkert traust lengur til staðar milli prinsins og konungsfjölskyldunnar. Það ætti ekki að koma á óvart, enda virðist Harry koma með nýjar meiðandi fullyrðingar um háttsetta meðlimi konungsfjölskyldunnar.
Meðal þess sem Harry segir í bókinni er að bróðir hans, Vilhjálmur Bretaprins, hafi ráðist á sig árið 2019 í kjölfar rifrildis þeirra um eiginkonu Harry, Meghan Markle.
Einnig segir Harry frá því að hann hafi neytt kókaíns, ofskynjunarsveppa og kannabisefna á lífsleiðinni.