Með­limir bresku konungs­fjöl­skyldunnar minntu fylgj­endur sína á al­þjóð­legan for­varnar­dag sjálfs­víga sem er í dag á sam­fé­lags­miðlum sínum. Kónga­fólkið sam­einaði krafta sína til að vekja at­hygli á þessu al­var­lega mál­efni og hvöttu al­menning til að vera vakandi og veita fólki sem er hjálpar­þurfi að­stoð.

Willi­am Breta­prins stofnaði ný­lega smá­skila­boða þjónustu þar sem fólk sem á í sál­rænum vanda getur sagt frá vanda­málum sínum eða leitað að­stoðar.


Hin fjögur fræknu sendu sterk skila­boð


Kate Midd­let­on og Willi­am deildu mynd­bandi um þjónustuna á Insta­gram reikningi sínum í dag. Í mynd­bandinu má sjá menn og konur lesa upp skila­boð sem send hafa verið til hjálpar­þjónustunnar. Yfir­skrift mynd­bandsins er: „Það eru þúsund leiðir til að byrja sam­ræður um vanda­mál sín.“

Meg­han Mark­le og Harry Breta­prins deildu færslu á Insta­gram síðu sinni með skjá­skoti úr for­varnar­mynd­bandi þar sem þau hvetja fylgj­endur sína til að að­stoða fólk sem á í erfið­leikum. „Við viljum tryggja að enginn gangi í gegnum erfið­leika­tíma einn.“