Bretland

Konungs­fjöl­skyldan birtir brúð­kaups­myndirnar

Opinberar brúðkaupsmyndir Harry prins og Meghan Markle hafa litið dagsins ljós.

Myndirnar tók ljósmyndarinn Alexi Lubomirski. Mynd/Breska konungsfjölskyldan

Breska konungsfjölskyldan birti í dag þrjár ljósmyndir af hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry prins og Meghan Markle, en þau gengu að eiga hvort annað um helgina.

Myndirnar tók ljósmyndarinn Alexi Lubomirski. Tvær þeirra eru teknar í Windsor-kastala. Á þeim eru hjónin í faðmi fjölskyldna sinna. Drottningin sjálf, Elísabet, og Filippus prins, hertogi af Edinborg, eru þar. Auk þeirra eru Karl, arftaki Elísabetar, ásamt Kamillu Parker Bowles. 

Vilhjálmur, bróðir Harrys, og eiginkona hans Katrín Middleton eru einnig á myndinni og tvö barna þeirra, systkinin Georg og Karlotta. Doria Ragland móðir brúðarinnar er síðan á myndinni við hlið dóttur sinnar.

Í tilkynningu frá sem konungsfjölskyldan sendi út á samfélagsmiðlum koma hjónin nýbökuðu frá sér þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt með þeim í deginum stóra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Lést nokkrum tímum fyrir útför dóttur sinnar

Lífið

Góð stemning yfir leiknum í Lundúnum

Lífið

Mannlegi Ken nærist á dýrindis kakkalakkamjólk

Auglýsing

Nýjast

Kynningar

Ljómandi hraust og fögur húð

Kynningar

Flestir vilja eldast með reisn

Lífið

Aoki kastaði kökum í mannhafið

Lífið

Djússeðill fyrir klúbbinn í sumar

Lífið

Búast við góðri stemningu í Hljóm­skála­garðinum

Lífið

Drottningin opnar sig um sjálfs­víg litlu systur sinnar

Auglýsing