Bretland

Konungs­fjöl­skyldan birtir brúð­kaups­myndirnar

Opinberar brúðkaupsmyndir Harry prins og Meghan Markle hafa litið dagsins ljós.

Myndirnar tók ljósmyndarinn Alexi Lubomirski. Mynd/Breska konungsfjölskyldan

Breska konungsfjölskyldan birti í dag þrjár ljósmyndir af hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry prins og Meghan Markle, en þau gengu að eiga hvort annað um helgina.

Myndirnar tók ljósmyndarinn Alexi Lubomirski. Tvær þeirra eru teknar í Windsor-kastala. Á þeim eru hjónin í faðmi fjölskyldna sinna. Drottningin sjálf, Elísabet, og Filippus prins, hertogi af Edinborg, eru þar. Auk þeirra eru Karl, arftaki Elísabetar, ásamt Kamillu Parker Bowles. 

Vilhjálmur, bróðir Harrys, og eiginkona hans Katrín Middleton eru einnig á myndinni og tvö barna þeirra, systkinin Georg og Karlotta. Doria Ragland móðir brúðarinnar er síðan á myndinni við hlið dóttur sinnar.

Í tilkynningu frá sem konungsfjölskyldan sendi út á samfélagsmiðlum koma hjónin nýbökuðu frá sér þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt með þeim í deginum stóra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bieber og Hailey staðfesta hjónabandið

Lífið

Boltinn fór að rúlla

Helgarblaðið

Við dettum öll úr tísku

Auglýsing

Nýjast

Ekki til ein­hver ein rétt dauð­hreinsuð ís­lenska

Ís­lensk börn send í sósíalískar sumar­búðir

Rhys-Davies: „Þið eruð kraftmikið nútímafólk“

Sagði allt sem hún mátti ekki segja sem for­seta­frú

Harry er alltaf að slökkva ljósin

Íslensk risaeðlunöfn fyrir íslensk börn

Auglýsing