Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að konunglegt brúðkaup er í vændum. Skötuhjúin Megan Markle og prinsinn hennar Harry ætla að festa ráð sitt í maí næstkomandi, nánar tiltekið laugardaginn 19. maí.
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar hjónaleysin tilkynntu trúlofun sína í vetur, en Harry hefur verið einn eftirsóttasti piparsveinn Bretlands í áraraðir. Kannski frá því að bróðir hans Vilhjálmur hertogi festi ráð sitt með Katrínu sinni. Síðan þá hafa vinsældir þeirra og afkvæma þeirra bara aukist og má líklega ætla að væntanlegt brúðkaup Megan og Harry muni einungis verða til þess að vinsældir þeirra aukist.
Sjá einnig: Lífræn sítrónuterta í brúðkaupinu
Aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar bíða fregna af brúðkaupinu með öndina í hálsinum. Nú hafa boðskortin verið send út og eru þau einstaklega vönduð, enda er hugsað fyrir fyrir öllum minnstu smáatriðum í brúðkaups undirbúningnum.
Sjá einnig: Óvíst hver leiðir Megan upp að altarinu
Fyrirtækið Barnard & Westwood hannaði kortið en fyrirtækið hefur séð um prentun konunglegra boðskorta í fjölda ára. Ólíkt svo mörgu öðru sem skötuhjúin Megan og Harry hafa ákveðið, viku þau ekki út af hefðinni í því máli.
Sérstök vél frá árinu 1930 var notuð við gerð kortanna sem verða hvít, með gylltu og svörtu letri. Eins var notað amerískt blek notað á enskan pappír, sem endurspeglar einmitt ólíkan uppruna parsins.
Athugasemdir