Sérstakt merki Karls III Bretakonungs hefur verið kynnt til sögunnar en það verður hið formlega einkennismerki hans notað af stofnunum og í konunglegri skjalagerð.

Merkið var persónulega valið af Karli sjálfum úr úrvali merkja sem hönnuð voru af hinni konunglegu skjaldarmerkjagerð og samanstendur það af upphafsstað hans C og svo R sem stendur fyrir „Rex“ eða konungur á latínu. Innan merkisins eru svo rómversku tölustafirnir III sem táknar hinn þriðji.

Merkið kemur í stað hins eldra merkis drottingarinnar sem var EIIR. Þar stóð þó R-ið fyrir Regina eða drottning.

Hið nýja merki Karls Bretakonungs.
Mynd/BuckinghamPalace

Aðrar breytingar sem síðar taka gildi er prentun nýrra peningaseðla sem bera andlit konungsins. Englandsbanki hefur gefið út að slíkir seðlar ættu að vera komnir í almenna dreifingu um mitt árið 2024 en myndin sem notuð verður mun verða birt fyrir enda þessa árs.

Einnig verður ný mynt framleidd en ekki hefur verið ákveðið hvenær hún fer í dreifingu.

Þar sem sorgarferlið vegna andláts drottningarinnar er nú á enda er búist við því að fyrstu bréfin sem bera hið konunglega merki Karls bretakonungs verði send út bráðlega.